Færsluflokkur: Bloggar

Kannski - kannski ekki!

Kannski ég nái bara að sjá jökulinn minn gjósa með eigin augum :) Klára mitt seinasta próf á morgun og þá er bara að fara að bóka far heim og krossa fingur!
mbl.is Engin merki um goslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskubað

Velti fyrir mér hvernig fallega Seljavallalaugin sé núna og hvaða áhrif það hefði nú á kroppinn að fá sér sundsprett þar núna!
Svo finnst mér 0.5 cm öskukorn hljóma verulega stór - ég sem hélt að þau væru alltaf örfín.
mbl.is Þykkasta öskulagið norðan Seljavalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Api reif andlitið af þessari

Svona til fróðleiks, af því ég sá frétt um þetta í sjónvarpi hérna í vetur, þá var það simpansi sem réðst á konuna og reif eða beit (man ekki hvort það var) hálft andlitið af henni! Apinn var gæludýr nágrannakonu hennar og sú ætlaði ekki að lóga skepnunni eftir þessa hrollvekju.
mbl.is Fékk nýtt andlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geggjað

Þetta er náttulega bara geggjuð hugmynd og frábært að þessu hafi verið hrint í framkvæmd - eitthvað sem aldrei gleymist!
Þúsund þakkir til ykkar í Borgarleikhúsinu.
mbl.is Leikurum þakkað á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinkraðu aðeins Katla gamla

Jebb, vona að Katla gamla geri þetta á sama árstíma og síðast svo ég fái nú að upplifa herlegheitin þegar ég kem heim í jólaleyfi :D Agalegt að búa svona í útlöndum þegar allt er að gerast heima á klakanum!
mbl.is Nóg að stjakað sé aðeins við Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt þyrluflug!

Finnst svolítið skondið að þyrlunni er einungis ætlað að fljúga með sýnin yfir Markafljót og þar fari þau aftur í bílferð! Myndi nú halda að þyrlan kæmi hvort eð er úr Reykjavík.
mbl.is Fljúga með öskusýnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hlaupa fast!

Var bara að velta því fyrir mér hvernig fólk hlypi fast!

„Fólk á það til að hlaupa fast að hraunbrúninni, snúa baki í hraunið og láta taka að sér mynd. Það gæti orðið síðasta myndin fyrir einhvern,“

Ég man reyndar eftir að hafa heyrt annað hvort barnanna minna nota þetta enska orð í íslenskri setningu einhverntíman um daginn, en þau hafa sér það til afsökunar að vera íslensk börn búsett í Ameríku og því er "Code-Switching" eðlilegt ferli hjá þeim!


mbl.is Hættur leynast við hraunbrún
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjúkk!

Ég hélt eitt andartak að það væri alfarið búið að loka Machu Picchu fyrir ferðamönnum og ég væri búin að missa af tækifærinu, en ég er fegin að svo er nú ekki :D Vona svo sannarlega að einn daginn hafi ég tækifæri til að skoða þessar merku fornminjar.
mbl.is Lokun Machu Picchu dýrkeypt fyrir Perú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Katrín Ósk Þráinsdóttir
Katrín Ósk Þráinsdóttir
Sannur Íslendingur búsett í Ameríku í mastersnámi í kennslufræðum.

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband